Við leggjum nú bílnum í túninu á Hofstöðum. Hlaupum niður brekkuna og látum kamarinn ekki tefja för. Hægjum á okkur við brúnna og göngum settlega yfir. Um Hofstaðaey gildir að það eru vænir fiskar í hverju einasta viki báðum megin hennar. Því er bara að reyna alls staðar og ekki bara berja þessi allra þekktustu og mest píndu staði.

Byrjum á Gaflinum og nú vöðum við þráðbeint suður úr Hofstaðaey. Veiðum Pollinn austanmegin en hann er stórfiska staður. Þarna þarf og koma agninu niður. Stundum er heilmikið á smásilungi við hólmann vestan megin og alveg oná það brot. Við höfum ekki vaðið útí þann hólma en ljómandi fallegur strengur er vestan við hann séu myndir skoðaðar.

Hofstaðaeyja - Gafl

Hofstaðaeyja – Gafl

Hofstaðaeyja - Gafl

Hofstaðaeyja – Gafl

Hofstaðaeyja - Pollur

Hofstaðaeyja – Pollur

Reiknum með að við förum niður eftir vestan megin. Höfum ekkert átt við vestari rennuna frá GafliHafurseyjarpolli, sem er veiðistaður og skrifum það á leti. Það er örugglega hægt að fá fisk á þeirri leið. Viljum ítreka regluna að það er einn í hverju viki.

Hofstaðaeyja - Gafl

Hofstaðaeyja – Gafl

Hofstaðaeyja - Hafursey

Hofstaðaeyja – Hafursey

Hofstaðaeyja - Hafursey

Hofstaðaeyja – Hafursey

Síðan valhoppum við eftir Hofstaðaey gegnt Hafursey og munum að flugan veiðir í vatninu. Hafureyjarvað er veiðistaður. Öll vikin geyma fisk. Gegnt Ferjustað (austan megin) er Mjóddin. Þar er auðvelt að komast útá hellu og veiða strengina sem þarna eru.

Hofstaðaeyja - Mjóddin

Hofstaðaeyja – Mjóddin

Áfram niðurúr og þá komum við að Strengjum. Þarna hefur okkur ekki gengið sérlega vel en þarna er fiskur. Þegar norður fyrir Strengina kemur þá þrengist að ánni og síðan breiðir hún úr sér yfir hraunhellu sem sést glöggt. Þarna hafa menn vaðið útá helluna og tínt fiskana uppúr holum. Þetta athæfi er nú ekki leyft. Það reynir mikið á köstin hérna – nái maður ekki útá helluna er best að halda bara áfram. Þetta er forkostulega skemmtilegt svæði alveg að Þúfu. Frá Þúfunni allt niður í Vörðuflóa er samfelld veiði. Þarna eru alltaf fiskar að leik og störfum.

Hofstaðaeyja - Strengir

Hofstaðaeyja – Strengir

Hofstaðaeyja - ofan Þúfu

Hofstaðaeyja – ofan Þúfu

Ekki vöðum við neitt fyrr en í Vörðuflóann kemur. Við erum á fremur háum bakka og bakast er frítt austur á Þórshöfn þannig að línan kemst yfirleitt langt út. Norðan vindur getur sett strik í reikningin fyrir rétthenda en þá er bara að kasta aftur fyrir sig. Vörðuflói er næsti viðkomustaður. Hann er einn allra skemmtilegast staður árinnar. En þarna þarf að vaða.  Þar er best að fara útí við hornið en það má segja að menn geti rakið fótaför þar oní ánna. Þá er nokkuð djúpt á okkur til að byrja með en við sökkum okkur óhikað útí strauminn og yfir en þá erum við allt í einu komin uppá sandhrygg í tæplega miðju árinnar og grynnkar þá á okkur. Hafa ber í huga að sum árin er of djúpt þarna við hornið og þá er hægt að fara neðar og vaða uppeftir. Síðan er kastað að vestur bakkanum og dútlað niður flóann. Hérna verðum við að fylgjast vel með plaski og matarsiðum silunganna. Við förum venjulega svona niður í miðjan flóann (erum ekkert spenntur fyrir miklu volki). Þá er afar auðvellt að að fara neðst í Vörðuflóann og útí litla hólmann og síðan uppeftir á hraunhellunni að vörðunni sem þar stóð (og gaf flóanum nafn) sem er auðvellt. Þá er hægt að veiða í rólegheitum neðri hlutann og alveg meðfram vesturlandinu.

Hofstaðaeyja - Vörðuflói

Hofstaðaeyja – Vörðuflói

Hofstaðaeyja - Vörðuflói

Hofstaðaeyja – Vörðuflói

Hofstaðaeyja - Vörðuflói

Hofstaðaeyja – Vörðuflói

Þá er næst vestan megin að veiða á móti Goggavikinu (þau eru eiginlega 2) sem lýst er á Brettingstöðum. Lengra niður eftir höfum við ekki gengið.

Hofstaðaeyja - Goggavik

Hofstaðaeyja – Goggavik

Hofstaðaeyja - Goggavik

Hofstaðaeyja – Goggavik

Hofstaðaeyja - Goggavik

Hofstaðaeyja – Goggavik

Við höldum nú frá Gaflinum niður eftir austan megin. Enn skal brýna menn á því að vikin halda einum höfingja sem heldur þar uppi aga. Meðal annars litla vikið beint fyrir neðan ….?

Næsti umtalverði staður er Garðsendi. Hann þekkist einmitt á garðsendanum á Hofstöðum.

Hofstaðaeyja - Garðsendi

Hofstaðaeyja – Garðsendi

Hofstaðaeyja - Garðsendi

Hofstaðaeyja – Garðsendi

Hofstaðaeyja - Garðsendi

Hofstaðaeyja – Garðsendi

Þá komum við að Stangarhaldi, þar hefur ekki gengið hjá okkur enn en þá er það eftir.

Hofstaðaeyja - Stangarhald

Hofstaðaeyja – Stangarhald

Hofstaðaeyja - Stangarhald

Hofstaðaeyja – Stangarhald

Við höldum áfram norður úr og næst er Ferjustaður gegnt Mjóddinni vestan megin.

Hofstaðaeyja - Ferjustaður

Hofstaðaeyja – Ferjustaður

Gálufit er næsti merkti staðurinn og þar er sannarlega fiskur. Við skulum ekki gleyma því að fiskarnir taka ekki tillit til skiltana, kunna alls ekki að lesa og eru ekki skuldbundnir að vera þar sem þau eru. (Þetta er afbrigði af “trout do not speak latin” þegar lærðir menn rausa um “simulium vittatum” (vargfluga)). Fyrir neðan hólmann er heitasti veiðistaðurinn.

Hofstaðaeyja - Strengir

Hofstaðaeyja – Strengir

Nú kemur kafli með smávikum og síðan erum við kominn í Skriðuflóann. Þar vöðum við út um miðbikið og þá komum við á sandhrygg og fylgjum honum suður eiginlega að stórum steini sem brýtur á og sést geinilega. Síðan veiðum við niður úr allan flóann. Á móts við skiltið á Hofstaðabakkanum virðist vera aðalfjörið sem rennir stoðum undir þá skoðun að þeir séu þrátt fyrir allt að reyna.

Hofstaðaeyja - Vörðuflói

Hofstaðaeyja – Vörðuflói

Hérna springa menn á limminu og nenna ekki að bregða sér oní Geldingatóttafóa. Það eiga menn að leggja á sig þó ekki sé vegna þess að aðrir gera það ekki. Hér erum við komin á móts við Goggavik.

Hofstaðaeyja - Geldingatóttaflói

Hofstaðaeyja – Geldingatóttaflói

Norðar á Hofstaðaey höfum við ekki farið en ugglaust er fiskur