Hofstaðir

Þetta svæði er eiginlega alltof stórt til að komast yfir á einum degi. Það  er gríðar stórt. Það markast af norður og austurbakka árinnar. Það nær frá Geirastöðum niður að Hamri! Höfum einu sinni gengið það allt og gerum ekki aftur. Byrjum efst og við leggjum t.d. við Steinsrass (karlmannlegra þykir að ganga frá veiðihúsinu).

Við förum alltaf alveg að Geirastaðagirðingunni og byrjum þar. Þetta er andspænis Flathólma. Okker er ekki kunnugt um sérstakt nafn þarna svo við getum kallað það Flathólmastreng. Þarna hreykir maður sér yfir og hefur engar áhyggjur af löndun. Þær áhyggjur bíða þar til búið er að festa í fiski (svokallað Dýrafjarðarprincip “ekki drekka við ókomnum þorsta”). Þarna er um að gera að þruma línunni út eins langt og hægt er og síðan er gaman að fylgjast með rennslinu. Verkurinn er að halda flugunni í straumnum. Þarna er stórfiskastaður þó hann líti ekki gæfulega út í byrjun. Þetta svæði er eitt af uppáhaldsstöðum okkar við ánna því tökurnar eru svo skemmtilegar. Síðan veiðum við alveg óslitið niður ánna. Sleppum alls ekki að veiða rennuna milli lands og Bjarghólmans. Þarna er mikill straumur og verkurinn er að halda flugunni við Bjarghólmann. Hver sagði að það ætti að vera létt?

Hofstaðir - Flathólmi

Hofstaðir – Flathólmi

Þá erum við komnir að veiðistað sem er stórskemmtilegur á móti Fasarhólma. Þarna fellur áinn oní hyl og er þarna öfugstreymi mikið. Að baki er svokölluð Vatnsgjá en þar byrjar Pollalækur. Þannan stað köllum við Snúninghyl en vitum ekki um annað nafn. Þarna er óvætt og þarf því að kasta helst yfir strengin. Síðan berst flugan “hist og her” og eru tökurnar þarna úti stórskemmtilegar en vont er að bregða við fiski þar sem línan er í hlykkjum. Sem sagt ekki auðvelt!

Hofstaðir - Fasarhólmar

Hofstaðir – Fasarhólmar

Hofstaðir - Snúningshylur

Hofstaðir – Snúningshylur

Hofstaðir - Snúningshylur

Hofstaðir – Snúningshylur

Síðan er Vatnsgjá úr Snúningshyl sem oftast geymir smásilung og stundum stærri neðst undir hríslunum. Síðan er mikið flug á ánni oní Steinsrass og veiðum við ekki næst fyrr en þar.

Hofstaðir - Fótarhólmi

Hofstaðir – Fótarhólmi

Steinssrass er mikil veiðistaður hvort heldur er veitt Arnarvatns megin frá eða Hofstaðamegin. Þarna er þungur straumur og er æskilegra að koma agninu niður. Best hefur okkur gengið þarna með þungar straumflugur og sökkvandi línur. Það er veiði í Steinsrassi alla leið niður að Þorsteinsskerjum. Þarna er hægt að eyða drjúgum tíma en best finnst okkur að kemba yfir flóann fremur rösklega. Skipta um flugu og fara aðra ferð. Köstum aldrei oft á sama blettinn.

Hofstaðir - Steinsrass

Hofstaðir – Steinsrass

Frá SteinsrassiSandvík höfum við ekki veitt neitt að gagni. Sennilega vegna brúnna sem þarna voru. Þegar maður spásserar þarna framhjá og kikkar á aðstæður þá er auðvitað allt eins von á fiski þarna eins og annars staðar í ánni. Munum því athuga þetta betur við tækifæri.

Sandvík er gjöfull staður og það eru alltaf  fiskar á brotinu. Þeir eru ekki stærstu höfðingjarnir en þeir eru margir!

Hofstaðir - Kötlusker

Hofstaðir – Kötlusker

Þuríðarflói er næstur á dagskrá. Hann er óvæður Hofstaðamegin frá. Okkur hefur ekki gengið vel efst í honum en oft fengið dágóða fiska nest ofan við Ærhelluhólmann. Ekki skyldi maður flýta sé um of oní Ærhelluflóann en gæta að lænunni sem rennur með Ærhelluhólmanum þar sem Húsvik er. Þar er öfugstreymi og fiskar þarna á ýmsum stöðum sem þið jú vafalaust finnið.

Hofstaðir - Þuríðarflói

Hofstaðir – Þuríðarflói

Hofstaðir - Ærhelluhómar

Hofstaðir – Ærhelluhómar

Hofstaðir - Ærhelluhómar

Hofstaðir – Ærhelluhómar

Ærhelluflóinn er næsti veiðistaður og hann er afar gjöfull. Hann veiðum við alveg frá því rennur ofan í hann og alla leið niður eftir. Þarna hafa menn verið að vaða út á Ærhelluna en það er ósiður sem búið er að banna. Sæmileg köst koma flugunni þangað út og er því ekki nein þörf á busli. Sem sé ekki vaða þarna enda alveg óþarfi.

Hofstaðir - Ærhelluflói

Hofstaðir – Ærhelluflói

Það má reyna að kasta við Kláfinn gegnt Sandvik í Arnarvatni. Síðan álin meðfram landinu að Landhólmum. Auðvitað reynum við strenginn á milli hólmanna eftir reglunni “þeir fiska sem róa”.

Hofstaðir - Gegnt Sandvik

Hofstaðir – Gegnt Sandvik

Næst erum við kominn í Brotaflóann. Byrjum að veiða á Landhólmum og síðan strenginn sem fellur við neðri hólmann í Brotaflóann. Brotaflóinn er gríðarstór og þarf að vaða og busla þarna til að finna fiskinn sem alltaf er þarna einhvers staðar. Menn geta lent þarna í miklum ævintýrum og skemmtun ef þeir leggja á sig volkið. Mímósurnar halda sig á bakkanum og fara bara á næsta stað.

Hofstaðir - Landhólmar

Hofstaðir – Landhólmar

Við Brothólmavik og Brothólma og alla leið meðfram Ærey má finna fiska. Skötueyjarvað er einnig veiðistaður. Sjálfsagt má vaða þarna útí Ærey og vasla fram og aftur milli hólmanna og eflaust er fiskur um allt.

Hofstaðir - Brotaflói

Hofstaðir – Brotaflói

Hofstaðir - Brothólmar

Hofstaðir – Brothólmar

Hofstaðir - Skötuey

Hofstaðir – Skötuey

Næst má fara yfir Skötunesið og útí Langhólmann og veiða Lambeyjarstrengina þaðan. Frá LambeyjarstrengjumPollinum vitum við ekki um umtalsverða veiðistaði. Þarna hljóta að leynast fiskar sem við höfum ekkert kynnst en þá verður það að bíða. Höfum einu sinni brölt alla þessa leið og gerum ekki í bráð.

Hofstaðir - Skötueyjarvað

Hofstaðir – Skötueyjarvað

Pollurinn er veiðistaður sem auðvelt er að komast að frá bílastæðinu á Hofstöðum. Þarna er djúpur pollur sem er straumþungur og liggur miklu betur við frá Hofstaðaey. Af þeim sökum látum við hann alveg í friði Hofstaðamegin frá. Þar sem Laxá fellur milli Hofstaðaeyjar og Hofstaðalands eru sömu veiðistaðir og í eynni (sjá þá lýsingu). Hofstaðaland endar við Hamar og síðasti nafntogaði veiðistaðurinn er Geldingatóttaflóinn. Þangað er drjúgt að ganga og rís þvælist fyrir.