Foss

Hér er um að ræða vesturbakka frá Helluvaðs svæðinu norður úr.

Við höfum byrjað við bílastæðið sem er fyrir ofan Vörðuflóann. Síðan má ganga með ánni alveg efst upp í Strengina. Þá má segja að samfellt veiðisvæði sé alla Strengina, gegnt Þúfunni síðan allan Vörðuflóann niður úr og veiða líka lænuna sem er neðst í Vörðuflóanum milli lands og Hofstaðaeyjar. Þetta er full dagsvinna að veiða vel en nokkuð skapraunar hrísið í brekkunni. Undirlendið er lítið og þröngt um bakkast. Veltiköst eru hérna lausn og staðurinn til að æfa þau einnig. Kanski væri vit að vera hérna með netta tvíhendu og velta línunni fram. Það reyndist raunin þegar prufað var og nú var ekkert vandamál að veltikasta yfir kvíslina án þess að hrísið æti línuna. 

Brettingsstaðir - Strengir

Brettingsstaðir – Strengir

Brettingsstaðir - gegnt Þúfunni

Brettingsstaðir – gegnt Þúfunni

Brettingsstaðir - Vörðuflói

Brettingsstaðir – Vörðuflói

Brettingsstaðir - Vörðuflói

Brettingsstaðir – Vörðuflói

Næsti veiðistaður er Goggavikin og er veiði í báðum  vikunum og þessi staður virðist ekki mikið sóttur. Allvega er hægt að hafa þarna góða stund og hafa lítið fyrir. Hér er bakkast nægt.

Brettingsstaðir - Goggavik

Brettingsstaðir – Goggavik

Brettingsstaðir - Goggavik

Brettingsstaðir – Goggavik

Brettingsstaðir - Goggavik

Brettingsstaðir – Goggavik

Síðan er hægt að fara með bílinn niður að brúnni á Hamri og veiða Hólkotsflóann Brettingsstaðamegin. Það er afar fallegt svæði að rölta upp að norðurenda Hofstaðaeyjar. Hólkotsflóinn er afar skemmtilegur veiðistaður. Einhvern tíma dagsins mun fiskurinn gefa sig þarna og það er nóg af honum. Flóinn er mjög djúpur og þar er þungur straumur. Hann er ekki væður. Þarna þarf því yfirleitt að koma flugunni niður til  að fá veiði.

Brettingsstaðir - Strengir

Brettingsstaðir – Strengir

Brettingsstaðir - Hólkotsflói

Brettingsstaðir – Hólkotsflói

Brettingsstaðir - Hólkotsflói

Brettingsstaðir – Hólkotsflói

Brettingsstaðir - Hesthúsflói

Brettingsstaðir – Hesthúsflói

Fyrir neðan brúnna er Langhólminn. Ekki höfum við fengið veiði þarna nema smá kræðu frá brúnni að Hesthúsflóanum.

Þá er næst Hesthúsflói sem er veiðistaður. Hann er varla væður en úti í honum er hryggur sem silungurinn liggur við en þangað út þurfa köstin að ná. Þegar agnið er þangað komið er kúnstin að halda flugunni sem lengst þarna og “menda” án afláts ef þannig er veitt.

Brettingsstaðir - Hesthúsflói

Brettingsstaðir – Hesthúsflói

 

Fyrir neðan Hesthúsflóann er Aðhaldið og þá tekur við Strákaflói. Þetta er stór flói og er hægt að vaða hann, en er stórgrýttur og leiðinlegur yfirferðar. Þarna er gnótt fiskjar en það þarf að hafa dálitið fyrir honum. Síðan tekur við Strákavað sem er veiðistaður og næst er Guðjónsflúð fyrir ofan Hrafnstaðaey. Lænan milli Hrafnstaðaeyjar og lands er einnig líkleg, Lengra niður eftir höfum við ekki nennt að ganga.

Brettingsstaðir - Strákaflói

Brettingsstaðir – Strákaflói

Brettingsstaðir - Hrafnstaðaey

Brettingsstaðir – Hrafnstaðaey

Brettingsstaðir - Hrafnstaðaey

Brettingsstaðir – Hrafnstaðaey

Brettingsstaðir - Hrafnstaðaey

Brettingsstaðir – Hrafnstaðaey

Óðinshani