Arnarvatnsveiðisvæðið nær frá Krákárósum og alveg niður að Helluvaði. Vesturbakki frá KrákáNýjavaði en síðan suðurbakki í Sandvík.

Athugið að vatnið í Kráká er ekki litað eins og Laxárvatnið og er fiskurinn oft á straumskilunum þar sem Kráká kemur út í Laxárvatnið sérlega ef Laxá er mikið lituð af þörungum (leirlos). Frá Mýnesi og niður að Geldingeyjarbrúm, má heita að sé veiðisvæði einnig í Hrúthólmastrengjum en okkur hefur ekki gengið vel þarna en það sakar ekki að reyna. Við brúna yfir í Geldingey er fallegur strengur og einnig má veiða ofan við brúnna. Brúarhólminn tilheyrir Geldingey. Vaða má útí ánna fyrir neðan strengin við brýrnar og síðan sakka sér niður úr og kasta á báða bóga milli Geldingeyjar og Arnarvatns og þar sem áin fellur við Sauðavatnsskerin. Þar er veiðistaður og einnig þegar kemur niður að Gunnlaugsvaði. Það eru holur í hraunbotninum hér og þar og alls staðar og þarna geta verið stórfiskar, en þarna þarf að vera úti í ánni til að ná fiski.

Arnarvatn - Kráká

Arnarvatn – Kráká

 

Arnarvatn - Kráká

Arnarvatn – Kráká

 

Arnarvatn - Brúarhólmi

Arnarvatn – Brúarhólmi

 

Arnarvatn - Sauðavað

                                                         Arnarvatn – Sauðavað

Kvíslin sem fellur suður fyrir Geldingey sameinast kvíslinni sem rennur millli Helgeyjar og Geldingeyjar við Hagatá og er veiði út um allt þarna. Silungurinn á það til að bunka sig þarna ef mikið slý er í ánni en það festir ekki í sandbotninum sem þarna er. Við Hagatá koma kvíslarnar saman og er þarna áll í ánni en það er misjafnt hvar hann liggur hverju sinni en auðvitað má veiða hann Arnarvatnsmegin frá.

Arnarvatn - Hagatá

Arnarvatn – Hagatá

Arnarvatn - Kleif

Arnarvatn – Kleif

Það er hægt að vaða út í Garnarhólma frá Arnarvatni en dálítið torfarið og veljum við stundum að ganga upp eftir Geirastaðalandinu með leyfi félaga okkar þar og vöðum út í Ferjuhólmann og spásserum síðan á hraunbrúninni yfir í Garnarhólma og er það mjög auðveld ganga. Úr Garnarhólmanum er síðan veiði beggja vegna þó meiri norðan megin. Það má benda á að upp við Ferjustað og með landinu frá Nýjavaði niður undir Kleifarhólma gætu leynst fiskar og þarf að athuga það. Eftir að hafa veitt við Garnarhómann í Arnarvatnslandi höfum við farið beint niður í Arnarvatnsána og ekki verið að eltast við að vaða út í hólmana, Flathólma, Bjarghólma og Fótarhólma enda torleiði hið mesta. Þó hefur fréttst af ferðum þarna út í hólmana en við vörum við því.

Arnarvatn - Kleif

Arnarvatn – Kleif

Arnarvatn - Kleif

Arnarvatn – Kleif

Arnarvatn - Flathólmi

Arnarvatn – Flathólmi

Arnarvatn - Fasarhólmar

Arnarvatn – Fasarhólmar

Arnarvatnsá fellur um Fótarhólma og í beygjunni við klettinn sem er í hólmanum eru oft fiskar og einnig jafnvel neðar í lænunni og er merklegt hvað geta leynst stórir fiskar þarna. Síðan fellur Arnarvatnsáin út í Laxá aftur við Steinsrass, sem er einn samfelldur veiðistaður frá því að Arnarvatnsá fellur í og niður að Þorsteinskerjum. Í Steinsrassi þarf ekkert að vaða en gott er að koma línunni langt út þannig að hún hafi tíma til að koma agninu niður. Fyrir þá sem verða að bleyta vöðlurnar má benda á að neðarlega í Steinsrassi má vaða út á móts við Þorsteinsskerin. Kötlustrengur og strengirnir þarna frá gömlu brúnni og niður að nýju brúnni höfum við ekkert lagt neina áherslu á en það er örugglega fiskur þarna eins og annars staðar í ánni sé leitað.

Arnarvatn - Flathólmi

Arnarvatn – Flathólmi

 

Arnarvatn - Bjarghólmi

Arnarvatn – Bjarghólmi

 

Arnarvatn - "Snúningshylur"

Arnarvatn – “Snúningshylur”

 

Arnarvatn - "Snúningshylur"

Arnarvatn – “Snúningshylur”

 

Arnarvatn - Arnarvatnsá

Arnarvatn – Arnarvatnsá

 

Arnarvatn - Steinsrass

Arnarvatn – Steinsrass

 

Arnarvatn - Sandvík

Arnarvatn – Sandvík

Næsta veiðisvæði í Arnarvatni er Þuríðarflóinn og best er að vaða út í hann miðjan. Dálítið djúpt fyrst og svo kemur sandhryggur og má þá spásserað upp eftir Þureyjarflóanum og kasta á dýpið milli hryggjarins og Hofstaðalands enda leynist fiskurinn þar. Okkur hefur ekki gengið mjög vel þarna ofarlega en niður undir Ærhelluhólma höfum við oft fengið fiska bæði stóra og smáa.

Arnarvatn - Sandvík

Arnarvatn - Þuríðarflói

Arnarvatn – Þuríðarflói

 

Arnarvatn - Þuríðarflói

Arnarvatn – Þuríðarflói

Fyrir neðan Þuríðarflóa eru hávaðar niður í Ærhelluflóa sem eflaust gefa ef reynt er. En um Ærhelluflóann má segja að hann er eitt samfellt veiðisvæði frá flúðunum efst og niður að Vatnsmælinum og einnig fyrir neðan þar sem fellur úr honum. Hólmgeirsvik er neðan við Þuríðarflóann og telst veiðistaður.

Arnarvatn - Ærhelluhólmar

Arnarvatn – Ærhelluhólmar

Arnarvatn - Ærhelluflói

Arnarvatn – Ærhelluflói

Síðasti veiðistaður Arnarvatns er Sandvík. Þarna þarf að kasta langt útá brotið. Þessi staður er í uppáhaldi margra þó að okkur hafi ekki gengið vel þarna.

Arnarvatn - Sandvík

Arnarvatn – Sandvík