Geldingey

Hér er úr mörgu að velja. Veiði er allt í kringum eynna og má fara t.d. upp í Mjósund og Sundavað og veiða andstætt Haganessfólkinu og kemur þá að Hrútspollinum sem er mjög djúpur og talsvert af stórum fiskum þar. Næst er hægt að veiða í Urðarfossi og má segja að Urðarfoss og Álftardrátturinn, sé samfellt veiðisvæði niður að Jarpkolluskeri og alveg niður undir Garnarhólmasker. Görnin er afar falleg en auðvellt er að styggja fiska þarna. 

Athugið að veiða má frá því að Kráká fellur í Laxá og strengina milli Krákárhólmana og Garnarhólma. Krákarárvatnið er ekki litað og ef Laxá er mjög þörungaskotin má gera ráð fyrir því að silungurinn geti leitað í Krákárvatnið.

Geldingey - Mjósund

Geldingey – Mjósund

Geldingey - Sauðatangi

Geldingey – Sauðatangi

Geldingey - Mjósund

Geldingey – Mjósund

Geldingey - Hrútspollur

Geldingey – Hrútspollur

Geldingey - Hrútspollur

Geldingey – Hrútspollur

Geldingey - Hrútspollur

Geldingey – Hrútspollur

Geldingey - Jarpkollusker

Geldingey – Jarpkollusker

Geldingey - Garnarhólmi

Geldingey – Garnarhólmi

Geldingey - Jarpkollusker

Geldingey – Jarpkollusker

Þegar komið er niður fyrir þetta svæði, kemur að Hrúthólmaskeri og í Hrúthólmastrengina og má athuga þar í kring og er þá komið aftur niður að brúm.

Geldingey - Hrúthólmi

Geldingey – Hrúthólmi

Ef við fylgjum ánni niður úr þá gildir það sama og fyrir Arnarvatnsveiðina í kringum brýrnar er veiði og áfram niður Sauðvaðið og Gunnlaugsvaðið og ekki má gleyma því að veiða úr Hagatánni og finna út hvernig álinn liggur en hann er breytilegur. Á þessu svæði þarf að hafa augun hjá sér og fylgjast með hvað er á seyði.

Geldingey - Brúarhólmi

Geldingey – Brúarhólmi

Geldingey - Sauðavað

Geldingey – Sauðavað

Ef gengið er yfir eynna og til að veiða á milli Helgeyjar og Geldingeyjar er komið að Slæðuhólmanum og þar getur verið fiskur í Slæðum. Ádráttur var fyrir neðan þar sem heitir Skipdráttur. Það er á móti Kaffiklettunum Helgeyjarmegin.

Geldingey - Slæður

Geldingey – Slæður

Geldingey - Skipdráttur

Geldingey – Skipdráttur

Geldingey - Skipdráttur

Geldingey – Skipdráttur

Síðan er haldið niður eftir og kemur maður þá í Sprengihylinn sem er mjög djúpur. Reyna má að veiða Urðarhrófið Geldingeyjarmegin, en þá er eiginlega staðið ofan á fiskunum. Þetta skapraunar veiðimönnum á Geirastöðum og nokkur sakmmvinn ánægja af því. Við erum hættir að nenna að standa í því.

Geldingey - Sprengihylur

Geldingey – Sprengihylur

Geldingey - Sprengihylur

Geldingey – Sprengihylur

Fyrir neðan Brunnhellishólmann er veiðistaður sem er kallaður Veraldarofsinn og þar var ádráttur. Þá komum við niður að Skipthólma sem nefnist svo vegna þess að hann var nýttur til skiptis frá Geirastöðum og Arnarvatni! Vaða má út í hann og veiða lænuna á móti Stöpulhólmunum sem getur verið full af silungi. Skiptihólmadrátturinn er veiðistaður sem má veiða hvort heldur er frá Geirastöðum eða Skipthólmanum.

Geldingey - Hólsdráttur

Geldingey – Hólsdráttur

Geldingey - Veraldarofsi

Geldingey – Veraldarofsi

Geldingey - Hólsdráttur

Geldingey – Hólsdráttur

Geldingey - Brunnhellishólmi

Geldingey – Brunnhellishólmi

Geldingey - Görn

Geldingey – Görn

Geldingey - Skipthólmi

Geldingey – Skipthólmi

Undir Björgum er veiðistaður sem er fornfrægur en hefur ekki gefið eins mikið og fyrir daga stíflunnar sálugu í Miðkvíslinni. Síðari ár finnst okkur meira vatn fara Miðkvíslina þannig að verið getur að þessi staður hreinsi sig og nái aftur fyrri reisn. Á hraunhellunni fyrir ofan Björgin þá höfum við stundum séð mikið fjör og sporða standa uppúr og ber að gefa þeim stað gaum.

Geldingey - Miðkvísl

Geldingey – Miðkvísl

Geldingey - Súavað

Geldingey – Súavað

Geldingey - Súavað

Geldingey – Súavað

Frá Miðmundarvaði eða Miðmundarkletti og alveg niður í Hagatá er eitt samfellt veiðisvæði. Frá Miðmundakletti er stórkostlegt veiðsvæði að Langaviki. Langavikið er einn samfelldur veiðistaður af betri gerðinni. Stóravikið tekur síðan við og er ekki dónalegt að veiða þennan hluta árinnar.

Geldingey - Miðmundarklettur

Geldingey – Miðmundarklettur

Geldingey - Berhelluhólmi

Geldingey – Berhelluhólmi

Geldingey - Landhólmar

Geldingey – Landhólmar

Geldingey - Landhólmar

Geldingey – Landhólmar

Geldingey - Landhólmar

Geldingey – Landhólmar

Geldingey - Langavik

Geldingey - Stóravik

Geldingey – Stóravik

Hagatá tekur við á enda Geldingeyjar en þar koma saman kvíslarnar sem umlykja Geldingey. Þarna er alltaf fiskur svo einfallt er það. Sérlega getur verið mikið af honum þegar slýið er mikið því þá bunkast hann þarna í sandinum enda festir ekki slýið þar. 

Við Urðarfoss

Við Urðarfoss