Hamar

Austurbakki frá Hofstaðalandi niður fyrir Nónvik. Veiðisvæðið er ákaflega fallegt en nýtur ekki mestra vinsælda þó óverðskuldað sé. Gætið að ykkur við Hamarinn en þar er stundum fálkaóðal. Fálkanum er ekkert um okkur gefið. Það ber að sýna fálkanum þá virðingu sem honum ber og alls ekki styggja hann á hreiðrinu.

Ekið er niður eftir eins og við Brettingsstaðaveiðarnar. Leiðbeiningarnar þar eru keimlíkar þessum. Við skiljum bílinn eftir við brúnna og förum yfir ánna. Þá erum við kominn að Hólkotsflóa. Hólkotsflóinn er óvæður og straumþungur þar þarf að koma agninu niður. Þarna er hægt að rísla sér allan daginn ef sá gálinn er á manni, flóinn er geysistór og einhvern tíma dagsins gefur hann sig þar. Við förum alveg efst þar sem fellur ofaní flóann. Síðan er hann eitt samfellt veiðisvæði niður að brúnni. Þar getum við dundað allan tímann sem maður hefur þarna því einhvern tímann gefur fiskurinn sig og það er fullt af stórum fiski þarna. Hann getur legið djúpt. Þarna hefur okkur gengið best með stórar þungar straumflugur.

Hamar - Strengir

Hamar – Strengir

Hamar - Hólkotsflói

Hamar – Hólkotsflói

Hamar - Hólkotsflói

Hamar – Hólkotsflói

Ef ekki er sporleti fyrir að fara þá er ekkert því til fyrirstöðu að trítla niður eftir. Í Hesthúsflóa er veiði og sér í hrygg í miðri ánni og verður að kasta út á hann og geta fiskarnir legið beggja vegna við hann. Erfitt getur reynst að halda flugunni þar.

Hamar - Hesthúsflói

Hamar – Hesthúsflói

Norðan Aðhalds kemur maður niður í Strákaflóann sem er stórgrýttur og illur yfirferðar en er samfellt veiðisvæði niður að Hrafnstaðaeynni. Strákaflóinn, Strákavaðið, Guðjónsflúð og svo lænan á milli Hrafnstaðaeyjar og Hamarslandsins og alveg niður þar sem litla bunan er norðan við Hrafnstaðaeynna geta geymt fiska.

Hamar - Langhólmi

Hamar – Langhólmi

Hamar - Strákaflói

Hamar – Strákaflói

Hamar - Aðhald

Hamar – Aðhald

Hamar - Hrafnstaðaey

Hamar – Hrafnstaðaey

Hamar - Hrafnstaðaey

Hamar – Hrafnstaðaey

Hamar - Hrafnstaðaey

Hamar – Hrafnstaðaey

Nónvik er enn norðar en þangað höfum við ekki enn gengið. Okkur er sagt að þeir sem leggja á sig vöðlumarsinn yfir hraunið geti komist í ævintýri en þá bíða þau okkar.