Sortulækur

Nær yfir Helgey og GeirastaðanesiðHosfstaðalandi (Austurbakki og norðurbakki). Við ökum yfir stífluna sem er á Skurðinum úr Mývatni og höldum í Helgey, yfir að Hól og göngum upp í Mjósund. Þar byrjum við að veiða undir bökkum gervigíganna og drögum ekki af okkur við köstin en þarna fékk Sigurbrandur Dagbjartsson stóra fiskinn alveg upp við Haganes hinumegin 13 punda hrygnu. Þarna er þungur straumur og koma verður agninu niður. Mjósundið er veiðistaður alveg niður fyrir beygjuna til norðurs.

Geirastaðir - Mjósund

Geirastaðir – Mjósund

Geirastaðir - Mjósund

Geirastaðir – Mjósund

Vaða má útí Slæðuhólmann rétt fyrir neðan Mjósund og veiða Slæðurnar gegt Geldingey. Í lænunni milli Slæðuhólma og Helgeyjar höfum við oft séð stóra fiska en það þarf að passa sig að styggja þá ekki þar. Ganga langt frá bakkanum til að geta kastað á þá án þess að styggja. Við Kaffiklettana er veiðistaður og sést straumrák úti í ánni ef grannt er skoðað og þar er veiðistaðurinn Skipdráttur.

Geirastaðir - Slæðuhólmi

Geirastaðir – Slæðuhólmi

Geirastaðir - Skipdráttur

Geirastaðir – Skipdráttur

Við höfum ekki eytt miklum tíma í að kasta í vatnið milli Kaffiklettana og niður undir Sprengiflóa en okkur er sagt að á mjög heitum dögum geti fiskur verið um allt þetta svæði.

Geirastaðir - Skipdráttur

Geirastaðir – Skipdráttur

Hins vegar er Sprengihylur afar gjöfull veiðistaður. Þar eru stórir fiskar og liggja djúpt en hylurinn er mjög djúpur. Við höfum stundum kastað langt Helgeyjarmegin ofan við hylinn með hægsökkvandi línu og síðan gengið með línuna og fylgt straumnum inn í hylinn og þannig fengið fiska. Neðarlega í Sprengihyl er oft talsvert líf en oftast er fiskurinn smár þar.

Geirastaðir - Sprengihylur

Geirastaðir – Sprengihylur

Geirastaðir - Sprengihylur

Geirastaðir – Sprengihylur

Þegar komið er að Hólsnefinu er farið út í og síðan fylgt strengnum við Geldingey niður eftir og kastað að Brunnhellishrófinu sem er Geldingeyjarmegin. Þarna er  samfelldur veiðistaður frá Hól og alveg niður að veiðistað sem kallaður er ”Undir Björgum”. Gegnt Brunnhellishrófinu gegnt Hólmsdrættinum kringum Hvannhólma, Görnin milli Hrúthólma og Stöpulhólma og breiðan milli Stöpulhólma og Skipthólma niður í Skipthólmadráttinn en þar á móti eru Súavaðsbjörgin. Hérna er nokkuð hratt farið í lýsingunni (ekki ástæða til að orðlengja það sem er augljóst) en þetta er forkostulega fjölbreytt og skemmtilegt svæði.

Geirastaðir - Hólsnef

Geirastaðir – Hólsnef

Geirastaðir - Brunnhellishólmi

Geirastaðir – Brunnhellishólmi

Geirastaðir - Brunnhellishólmi

Geirastaðir – Brunnhellishólmi

Geirastaðir - Brunnhellishólmi

Geirastaðir – Brunnhellishólmi

Geirastaðir - Hólsdráttur

Geirastaðir – Hólsdráttur

Geirastaðir - Skipthólmi

Geirastaðir – Skipthólmi

Geirastaðir - Görn

Geirastaðir – Görn

Geirastaðir - Miðkvísl

Geirastaðir – Miðkvísl

Geirastaðir - Súavaðsbjörg

Geirastaðir – Súavaðsbjörg

Næst er hægt að fara með bílinn upp að stíflunni og veiða í Skurðinum. Rétt neðan við stífluna er “Elliheimilið” – hola sem er hægra megin ef horft er fram af stíflugarðinum niður skurðinn. Þar má reyna, renni vatn yfir stífluna. Þá má kasta yfir straumröstina og eru þar mjög stórir fiskar, en hins vegar taka þeir ekki grimmt en ef þeir gera það þá er gaman. Þarna má kasta beint upp og síðan beint niður og yfir röstina af bakkanum. Ef það er yfirfall yfir stífluna og dálítið vatn frá henni og niður að bununni sem kemur í gegnum vegginn, má alveg kasta á það svæði en dvelja ekki lengi. Fiskarnir liggja síðan undir bununni sem kemur í gegnum vegginn og alveg niður úr allan skurðinn og niður undir Sortulæk. Þarna er alltaf mikið af fiski og stundum er hann á breiðunni fyrir neðan bununa.

Geirastaðir - Skurður

Geirastaðir – Skurður

Geirastaðir - Skurður

Geirastaðir – Skurður

Þeir sem eru mikið fyrir að vaða og slarka, geta vaðið út í ána frá Ytra Tanga í Helgey og trítlað greinina milli lands og Geldingeyjar alveg niður í Kleif og kastað á báða bóga og náttúrulega helst í átt að Geldingey til að gleðja veiðimenn þar. Þetta er mikið slark en ákaflega skemmtilegt á sinn hátt. Það er nóg af fiskum á leiðinni enda má segja að það sé veiðisvæði alveg stanslaust frá Miðmundakletti og niður í Kleif.

Geirastaðir - Skurður

Geirastaðir – Skurður

Geirastaðir - Berhelluhólmi

Geirastaðir – Berhelluhólmi

Geirastaðir - Miðmundarklettur

Geirastaðir – Miðmundarklettur

Geirastaðir - Ytri Landhólmar

Geirastaðir – Ytri Landhólmar

Geirastaðir - Ytri Landhólmar

Geirastaðir – Ytri Landhólmar

Geirastaðir - Langavik

Geirastaðir – Langavik

Geirastaðir - Stóravik

Geirastaðir – Stóravik

 

Þegar kemur í Kleifina er hægt að vaða þar eitthvað en áin er afar straumþung og geta veltiköst komið sér vel en hins vegar má benda á það að ef ferið er út í Ferjuhólmann og út á hraunbrúnina, þá má vera þar í mestu þægindum. Þarna er alltaf fiskur.

Geirastaðir - Kleif

Geirastaðir – Kleif

Geirastaðir - Kleif

Geirastaðir – Kleif

Skurðurinn

Skurðurinn