Hér er um að ræða eyjarnar við Helluvað aðallega Hrútey Lambey og Steinbogaey. Einfaldast er að leggja bílnum strax eftir að komið er yfir Helluvaðsánna. Þá er að ganga yfir í Hrútey. Milli Hrúteyjar og þjóðvegar er Landkvíslin. Landkvíslin er afar skemmtilegt svæði og alltaf einhver fiskur þar. Þarna er þægileg bakkaveiði og ekkert þarf að vaða. Í sjálfu sér er hægt að vera þarna allan daginn án þess að leiðast. Við byrjum að veiða við klettinn við Sauðavað. Þar er alltaf einhver fiskur. Síðan er samfellt veiðisvæði að Þóruvaði og þaðan allar götur niður í Bílduhyl. Á þessu svæði getur fiskurinn verið alls staðar og þá er bara að hafa fluguna í vatninu. Í Bílduhyl er alltaf silungur á brotinu við Lambeyjarskerin. Við höfum ekki nennt að fylgja kvíslinni sem rennur niður eftir sunnan við LambeySteinbogaey. Frakki nokkur sem við vorum með einu sinni þarna fór þessa leið og veiddi fullt af smásilungi og var harla roggin með sig. Sennilega þarf að kunna frönsku til að fá veiði þarna.

Helluvað - Hrútey

Helluvað - Hrútey

Helluvað – Hrútey

Helluvað - Sauðavað

Helluvað – Sauðavað

Helluvað - Bílduhylur

Helluvað – Bílduhylur

Gangi maður yfir Hrútey er komið í Brotaflóa. Þá þarf að vaða. Ágætt er að byrja efst og vaða útí miðjan strengin. Hérna er mikilvægt að muna eftir því að kasta fyrst á vaðleiðina enda eru stundum silungar alveg við landið. Síðan er að mjaka sér niður úr og kasta í allar áttir og hafa augun hjá sér. Einhvers staðar er fiskurinn á sveimi. Brotaflóinn er einn af þessu stöðum sem geta boðið uppá stórfiska og rokna stuð en þarna verður að hafa fyrir hlutunum. Síðan er allur Brotaflóinn rannsakaður og er það drjúg vinna. Þar er sandbotn og er állinn á hreyfingu og þarf að finna hvernig landið liggur. Þegar neðarlega er komið er sennilega best að taka land í Hrútey og kasta á Strákakvíslina. Áður en komið er að henni þá eru oft fiskar þarna við eynna. Síðan tekur við Brotabrotið og þarna er oftast fiskur. Á leiðinni úr Hrútey yfir í Lambey þá verðum við heilsa fiskunum sem eru fyrir neðan garðinn sem við göngum á. Þeir skjótast inn undir garðinn en eru alltaf í þesum grunna polli. Þarna höfum við séð 53 cm fisk veiddan!

Helluvað - Hrúthólmi

Helluvað – Hrúthólmi

Helluvað - Brotaflói

Helluvað – Brotaflói

Helluvað - Brotaflói

Helluvað – Brotaflói

Helluvað - Brotaflói

Helluvað – Brotaflói

Helluvað - Strákakvísl

Helluvað – Strákakvísl

 

Síðan rúllum við niður brekkurnar á bökkum Lambeyjar og köstum á alla þessi palla og breiður á leiðinni. Látum okkur nægja einn fisk á hverjum stað og höldum ótrauð áfram. Þegar við komum að Skötuey þá sleppum við alls ekki litlu lænunni milli Skötueyjar og Æreyjar. Það er ekki beinlínis auðvelt að vasla yfir en tekst þó. Ef við erum á annað borð kominn útí Skötuey þá er best að athuga Skötueyjarvaðið. Skyldan kallar og við förum til baka í Lambey og áfram niður úr. Næst stönsum við á Lambeyjartá þar er alltaf fiskur en oftast smár.

 

Helluvað - Bílduhylur

Helluvað – Bílduhylur

Helluvað - Lambey

Helluvað – Lambey

Helluvað - Ærey

Helluvað – Ærey

Helluvað - Lambey

Helluvað – Lambey

Helluvað - Skötueyjarvað

Helluvað – Skötueyjarvað

Næst hugum við að Steinbogaeynni. Hún er perla. Ef vindur er leiðinlegur þá má alltaf finna stað sem er hentugur í þessari veiðistöð. Ekki skyldi maður rasa um ráð fram og ganga yfir í hana fyrr en búið er að kasta á hylinn fyrir neðan garðinn. Þarna höfum við fengið stórfiska hvað eftir annað.

Helluvað - Steinbogaey "brúin"

Helluvað – Steinbogaey “brúin”

Þá fylgjum við Steinbogaey vestan megin og blístrum kát og byrjum að einbeita okkur þegar við komum að litla hólmanum vestan við Steinbogaey. Í lænunni milli hólmans og Steinbogaeyjar er oft fiskur. Þar byrjar eitt af allra skemmtilegustu svæðum sem við þekkjum. Þetta er eitt samfellt veiðisvæði – Stekkjarhagi alveg að Stekkjarskerjapolli. Það er von á tökum alls staðar þarna. Höfum einnig sett í hlussu bleikju þarna og misst. Á brotinu milli hólmanna í Stekkjarskerjapolli er alltaf fiskur. Þarna höfum við séð menn vaða en þess gerist ekki þörf. Í Steinbogaey er ekki ástæða til að vaða. Síðan kemur Dalgeiri og við sefið á vesturbakkanum er alltaf fiskur. Þarna þarf kanski að fara upp á miðja kálfa ekki meira. Tökurnar þarna eru afar skemmtilegar þegar þeir þjóta frá sefinu og hvolfa sér yfir fluguna. Síðan tekur við Pokhólmapollur með yfirleitt smáum fiski. Við höfum ekki brölt útá Svínshryggin. Þeir sem það hafa gert bæta þá þessa lýsingu. Austan megin á Steinbogaey er síðan kastað á Lambeyjarstrengina. Þarna er flug á ánni yfir hraunhellu og í henni eru holur sem geyma höfðingja. Þar fyrir neðan höfum við bara fengið smásilung.

Helluvað - Steinbogaey

Helluvað – Steinbogaey

Helluvað - Lambeyjarstrengir

Helluvað – Lambeyjarstrengir

Helluvað - Stekkjarhagi

Helluvað – Stekkjarhagi

Helluvað - Steinbogaey

Helluvað – Steinbogaey

Helluvað - Pokhólmapollur

Helluvað – Pokhólmapollur

Helluvað - Dalgeiri

Helluvað – Dalgeiri

Bílduhylur

Bílduhylur